Demeter gæði

Heildræn gæði með mætti náttúrunnar

Matvæli sem bera Demeter-innsiglið eru ræktuð samkvæmt lífrænum-mannfræðilegum reglum. Framleiðsla þeirra er í samræmi við náttúruna. Í þeim efnum taka Demeter-bændur ávallt tillit til heildrænna gæða afurðanna. Hvort heldur um er að ræða jarðveg, sáðvöru, jurt eða manninn – hver þáttur á sitt mikilvæga, ómissandi hlutverk í landbúnaði og þeir eru í gagnkvæmu sambandi hver við annan og styðja og efla það samband. Á þann hátt myndar bændabýlið eins mikið og hægt er lokaða og mjög svo náttúrulega, lifandi heild.
Manngerð kemísk áburðar- og meindýravarnarefni eða efnabreytingatækni eru alger bannvara í lífrænni-mannfræðilegri ræktun og slíkt á sömuleiðis við um íblöndun vafasamra aukefna við frekari vinnslu.

Demeter-landbúnaður er samkvæmur sjálfum sér og heildstæður og því einstæður og sér til þess að lífræn-mannfræðileg ræktun skilar náttúrunni meiru en frá henni er tekið.

Lífræn-mannfræðileg hugsun í 90 ár – stefnan tekin á framtíðina

Árið 2014 heldur Demeter upp á stórafmæli: Árið 1924 hélt Rudolf Steiner í Koberwitz, frammi fyrir áhugasömum bændum, fyrirlestrana sem nefnast „Landbúnaðarstefna“ og eru grunnurinn að Demeter-landbúnaði. Í dag, 90 árum síðar, starfa um það bil 1.400 bændur og rúmlega 330 vinnsluaðilar í Þýskalandi í anda lífræns-mannfræðilegs rekstrarforms. Sem alþjóðlegt Bio-merki er Demeter að finna í öllum heimsálfum. Í um það bil 50 löndum frá Argentínu til Ungverjalands rækta rúmlega 8.000 bændur með lífrænum-mannfræðilegum hætti á tæplega 160.000 hekturum samkvæmt Demeter-reglum. Nánari upplýsingar er að finna á afmælissíðunum Demeter afmæli Sites.