Demeter-kjöt

Gæði með virðingu fyrir náttúrunni

Dýraeldi skipar sérstakan heildrænan sess í lífrænni-mannfræðilegri ræktun býlisins. Demeter eru einu samtök innan lífrænnar ræktunar þar sem skylt er að fara að fyrirmælum um dýraeldi, og er þar með merki um hringrás sem er sjálfri sér samkvæm.

Demeter setur fram staðla um meðferð dýra á þeirra eigin forsendum. Demeter-kýr eru til dæmis hyrndar, þeim er hlíft við sársaukafullri afhornun. Demeter-bændur eru aldeilis sannfærðir um að siðferðileg heilindi og skaðlaus meðferð allra lífvera rekstursins skipti afgerandi máli fyrir jákvæða þróun allrar lífandi heildar býlisins.

Forsendur Demeter-dýrahalds

dýrahald á þeirra forsendum með nægu rými og útigöng
dýravernd sem virðir dýrið sem eina heild, þar af leiðandi engin afhornun eða stýfing trýnis
100% Bio-fóður, að stórum hluta fengið af eigin býli
náttúrulækningum veittur forgangur ef um sjúkdóm er að ræða
vinnsla sem varðveitir gæði

Gæði með tegundarkröfum til dýrahalds

Í mörg á hefur Holle keypt fuglakjöt frá Freiland Puten Farenzhausen GmbH. Framkvæmdastjórinn, Carsten Bauck, er einn þeirra sem stofnuðu árið 2012 verkefnið Bruderhahn Initiative Deutschland (BID), sem stundar varphænuhald og hanarækt með umfangsmiklar lífrænar og siðferðilegar kröfur. 

Holle styður Bruderhahn Initiative Deutschland frá árinu 2013 með því að ábyrgjast kaup á kjöti úr Bruderhahn-ræktuninni. Frá því í mars 2014 notar Holle eingöngu kjöt úr Bruderhahn-ræktun frá Bruderhahn Initiative Deutschland í Bio-Baby-krukkur með fuglakjöti.

Nýir staðlar settir þar sem hafnað er siðlausum vinnuaðferðum

BID-innsiglið -  Gæðatrygging Bruderhahn Initiative Deutschland

Afurðir sem bera BID-miða tryggja eftirfarandi atriði:

hanabræðra-rækt
frumeldi
lífræna vottun
sýklalyfja-lausa ræktun
100% Bio-fóður

Með innsigli BID eru allar afurðir (egg og kjöt) auðkenndar sem framleiddar eru samkvæmt BID-reglum. Prófun og vottun annast óháðar eftirlitsstöðvar. Félag um auðlindavarðveislu (GFRS, DE ÖKO-039; www.gfrs.de) samhæfir vottunarferli okkar.

Frekari upplýsingar um BID-verkefnið er að finna hér.

Holle styður Bruderhahn Initiative Deutschland frá árinu 2013 með því að ábyrgjast kaup á kjöti úr Bruderhahn-ræktuninni. Frá því í mars 2014 notar Holle eingöngu kjöt úr Bruderhahn-ræktun frá Bruderhahn Initiative Deutschland í Bio-Baby-krukkur með fuglakjöti.

Nýir staðlar settir þar sem hafnað er siðlausum vinnuaðferðum

Bruderhahn Initiative Deutschland hefur einsett sér að þróa nýjar leiðir og siðferðislega verjandi lausnir í stað einstrengingslegrar fuglaræktar til þessa. Til dæmis með ræktun tegunda sem skila tvenns konar afurðum, lengingu nýtingartímans eða eldi karl-kjúklinga sem almennt eru deyddir þegar þeir skríða úr egginu vegna þess að þeir eru ekki arðbærir.

Bruderhahn Initiative Deutschland hendir á lofti brýnt umræðuefni um „hanabræður“ og þróaði nýjan kost í meðferð varphænu-bræðra: Allir bræður varphænanna eru aldir, jafnvel þó að slíkt hafi fjárhagslegan kostnað í för með sér.

Hér má fara yfir í Bruderhahn okkar eða staðfestingar samkvæmt umhverfis-reglugerð