Gæðakröfur

Trygging fyrir mesta mögulega öryggi vörunnar

Ómenguð matvæli með því að nota hráefni úr lífrænni-mannfræðilegri og/eða lífrænni ræktun. Þannig má fyrirfram útiloka efnaleifar frá notkun meindýravarnarefna og manngerðra kemískra áburðarefni.
Innihaldsefni sem notuð eru í ungbarnafæðuna eru fengin úr lífrænum-mannfræðilegum eða lífrænum landbúnaði.
Margra ára samstarf byggt á trausti og samningum við Demeter-vottaða bændur tryggja öflun óaðfinnanlegra hráefna.
Ýtrustu vandvirkni er gætt við val innihaldsefna og vinnslu. Slíkt er tryggt með stöðugu eftirliti með hráefnum, milliafurðum og endanlegum afurðum.
Hver afurð á sér umfangsmikla eftirlitsáætlun sem felur í sér ítarlega greiningu efnaleifa auk fjölmargra skynprófa.
Um allar afurðir okkar gildir: örugglega engin erfðabreytt innihaldsefni notuð (samkvæmt ESB-Bio-reglugerð). án viðbættra tilbúinna bragð-, litar- og rotvarnarefna (lögum samkvæmt). Án viðbætts strásykurs.

Demeter er vörumerki afurða úr lífrænni-mannfræðilegri ræktun. Þeir einir mega nota Demeter-merkið sem lúta samningsbundnu eftirliti. Fylgst er náið með því hvort farið sé í einu og öllu að fyrirmælum Demeter-samtakanna, en þau eru áberandi strangari en fyrirmæli vottaðrar lífrænnar ræktunar. Meira um þetta má lesa á næstu síðum eða undir www.demeter.de.

Hér má sjá Demeter-vottorð okkar

ESB-Bio-merkið tryggir að farið er að lagalegum fyrirmælum um lífræna ræktun, en einnig vandlega vinnslu hráefnanna – lífræn vottun samkvæmt EB-Bio-reglugerð. Fyrir neðan græna merkið er að finna númer eftirlitsstöðvarinnar, en það gefur til kynna hvar varan var framleidd og skoðuð. Til dæmis merki DE Þýskaland. Þar fyrir neðan er að finna upplýsingar um uppruna hráefnisins sem notað var, t.d. „ESB-landbúnaður“.

Hér má fara yfir í Bio-vottorð okkar eða staðfestingar samkvæmt umhverfis-reglugerð.