Holle í 80 ár

Holle í 80 ár

Væntumþykja, öryggi og Holle í 80 ár
Við þökkum ykkur traustið

Við erum stolt af sögu fyrirtækisins sem spannar nú 80 ár og af því að Holle skuli hafa þróast í að vera í hópi leiðandi framleiðenda Bio-ungbarnanæringar. Hvergi eru gerðar jafn miklar kröfur til gæða eins og við framleiðslu ungbarna-vara. Við tökum mjög alvarlega traustið sem þið, sem foreldrar, sýnið okkur með því að kaupa barnamat, og okkur langar til að viðhalda því með nánum tengslum við lífrænan-mannfræðilegan landbúnað.

Holle er í hópi elstu fyrirtækja í Evrópu á sviði barnanæringar. Árið 1933 stofnaði Albert Diefenbach í Arlesheim framleiðslufyrirtækið Holle Nährmittel AG. Þar með var lagður hornsteinninn að framleiðslu Bio-ungbarnanæringar. Þá þegar voru bæði næringarfræði í anda mannspeki og lífrænar-mannfræðilegar gæðakröfur tvær mikilvægu burðarsúlur hugmyndafræðinnar að baki fyrirtækisins.

Núna nær boðskapurinn „Væntumþykja, öryggi og Holle“ til rúmlega 60 afurða. Strax í upphafi var markið sett á náttúrulegar afurðir og þegar fyrir 80 árum var alfarið hafnað notkun kemískra aukefna og geymsluþolsaukandi efna. Enn sem fyrr eru eingöngu notuð hráefni úr lífrænum-mannfræðilegum eða lífrænum landbúnaði og þau unnin á varfærinn og nærgætinn hátt: Þetta er grunnurinn að sérstökum gæðum Holle ungbarnanæringu.

Okkur langar að þakka þér traustið og heitum því að gera einnig í framtíðinni allt sem í okkar valdi stendur til að barni þínu farnist vel.

Með bestu kveðjum,

stjórn
Holly baby food AG