Sjálfbærni

Sjálfbærni

Sjálfbær frá upphafi

Fyrir meira en 80 árum hófum við hjá Holle að framleiða ungbarnanæringu úr Demeter-hráefnum. Við erum okkur þess meðvituð að sem framleiðandi ungbarnanæringar hvílir okkur óvenju mikil ábyrgð á herðum – gagnvart umhverfinu, börnum okkar og framtíð þeirra. Þar af leiðandi hefur það frá upphafi verið meðal grunngilda fyrirtækisins að stunda sjálfbæran rekstur og taka virkan þátt í þjóðfélaginu. Við miðum reksturinn við það að komandi kynslóðir geti einnig búið í heilnæmu umhverfi. Í reynd merkir þetta að við leggjum mikið á okkur og grípum til ýmissa aðgerða og setjum margvísleg áform í gang til að gera Holle sífellt ögn sjálfbærari.

Í athugun á mikilvægi greindum við sex áherslusvið í rekstri fyrirtækisins sem mestu máli skipta, bæði okkur og hagsmunaaðila okkar, hvað varðar sjálfbærni nú og um ókomna tíð. Til að sýna þessi áherslusvið og aðgerðir í sjálfbærni á hverju sviði fyrir sig myndrænt og á auðskilinn hátt útbjuggum við tákn: Sjálfbærniaxið. Það má líka sjá á umbúðum okkar og verður útskýrt nánar í næstu sjálfbærniskýrslu.

Við beitum okkur fyrir alþjóðlegri loftslagsvernd undir einkunnarorðunum „Bætum jarðveginn“. Frá ársbyrjun árið 2013 bætum við upp CO2losunina sem hlýst af framleiðslu ungbarnamjólkurnæringar okkar. Frá og með nóvember 2014 eru auk þess Holle korngrautar sem og allir Holle mjólkurgrautar hlutlausir. Losunarvottorðin fáum við gegnum lífræn-mannfræðileg moltuverkefni innan ramma Soil & More í Egyptalandi og Suður-Afríku.
Auk þess styrkjum við ýmis verkefni til eflingar náttúrulegrar fjölbreytni í stað erfðatækni.