Yfirlýsing Persónuverndar

Yfirlýsing Persónuverndar

Almennar upplýsingar og skylduupplýsingar

Í samræmi við gagnaverndarlög ESB (General Data Protection Regulation, GDPR), sem tók gildi í Evrópu þann 25. 05. 2018, og 13 gr. svissnesku stjórnarskrárinnar og ákvæðin í svissnesku gagnaverndarreglugerðinni (DSG), eiga allir rétt á verndun persónuupplýsinga sinna og misnotkun þeirra. Við förum eftir þessum ákvæðum. Persónuupplýsingum er haldið stranglega leyndum og þær eru hvorki seldar til utanaðkomandi aðila né birtar þeim. Samkvæmt 7. gr. í DSG er svissneskum þjónustuveitendum skylt að vernda persónuupplýsingar með því að nota viðeigandi tæknilegar og skipulegar ráðstafanir. Þessu er nánar lýst í 8.-10. gr. í DSG.

Við skuldbindum okkur til að vernda gagnagrunnana eins vel og hægt er gegn óheimilum aðgangi, tapi, misnotkun eða fölsunum og störfum náið með þeim aðilum sem hýsa upplýsingarnar okkar. Við viljum benda á að gagnasendingar yfir netið eru ekki fullkomlega öruggar og ekki er hægt að bjóða upp á algera vernd gegn óheimilum aðgangi utanaðkomandi aðila.

Ábyrgur aðili

Ábyrgur aðili fyrir gagnavinnslu á þessari vefsíðu er:

Holle baby food AG
Lörracherstrasse 50
CH-41 Riehen

Samþykki fyrir úrvinnslu gagna dregið til baka

Sum gagnaúrvinnsla er eingöngu möguleg að gefnu samþykki frá þér. Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er. Óformleg tilkynning í gegnum tölvupóst nægir til að draga samþykki til baka. Lögmæti gagnaúrvinnslu sem fór fram áður en samþykkið var dregið til baka verður ekki fyrir áhrifum.

Réttur til að leggja fram kvörtun til lögbærra eftirlitsaðila

Sem hlutaðeigandi einstaklingur áttu rétt á að leggja fram kvörtun til lögmætra eftirlitsaðila ef brot verður lögum gagnavernd. Lögmætur eftirlitsaðili með gagnaúrvinnslumálum er gagnavinnslufulltrúi þess ríkis þar sem fyrirtæki okkar er staðsett. Á eftirfarandi tengli má finna lista yfir gagnaverndarfulltrúa og hvernig má hafa samband við þá: https://www.bfdi.bund.de/DE/Infothek/Anschriften_Links/anschriften_links-node.html.

Réttur á færanleika gagna

Þú átt rétt á að fá afhend, til þín eða utanaðkomandi aðila, gögn sem við vinnum úr sjálfvirkt byggt á samþykki þínu eða til að uppfylla ákvæði samnings. Þau eru veitt á tölvulesanlegu formi. Ef þú biður um beina sendingu á gögnunum til annars ábyrgðaraðila, er það eingöngu gert ef það er tæknilega mögulegt.

Réttur á upplýsingum, leiðréttingu, lokun, eyðingu

Þú átt rétt á að fá allar upplýsingar um vistuð persónugögn þín, uppruna gagnanna, móttakanda þeirra og tilganginn fyrir gagnaúrvinnslunni, og þú hefur rétt á að láta leiðrétta, loka á eða eyða þessum gögnum hvenær sem er, ef nauðsyn krefur, innan sviðs viðeigandi lagaákvæða. Þú getur haft samband við okkur hvenær sem er til að láta framkvæma þetta, með því að nota tengiliðaupplýsingarnar í lagatilkynningunni, eða til að spyrja frekar út í persónugögn.

SSL eða TLS-dulkóðun

Af öryggisástæðum og til að vernda sendingar á trúnaðarefni sem þú sendir til okkar sem vefsíðunotandi, notar vefsíðan okkar SSL eða TLS-dulkóðun. Það þýðir að utanaðkomandi aðilar geti ekki lesið gögnin sem þú sendir í gegnum þessa vefsíðu. Hægt er að þekkja dulkóðaða tengingu með línunni „https: //“ í vafranum þínum og lástákninu hjá vefsíðureitnum.

Netþjónsskrár

Veitandi vefsíðunnar safnar upplýsingum sjálfvirkt og vistar þær á netþjónsskrám sem vafrinn þinn sendir sjálfvirkt til okkar. Þessar upplýsingar eru:

  • Heimsótt síða á léninu okkar
  • Dagsetning og tími netþjónsbeiðni
  • Vafrategund og -útgáfa
  • Stýrikerfi
  • Tilvísunarvefslóð
  • Hýsilnafn tölvunnar sem biður um aðgang
  • IP-tala

Þessi gögn eru ekki sett saman við aðrar gagnaheimildir. Grunnurinn fyrir gagnaúrvinnslu er í 6. gr. 1.mgr. lið b í GDPR sem heimilar úrvinnslu á gögnum til að framfylgja samningsbundnum eða forsamningsbundnum ákvæðum.

Eyðublað til að hafa samband

Gögn sem eru send í gegnum eyðublað til að hafa samband, þar á meðal tengiliðaupplýsingar þínar, verða vistuð svo hægt sé að vinna úr beiðni þinni eða svo við getum svarað frekari spurningum. Þessi gögn verða ekki send áfram án samþykkis þíns.

Unnið verður úr gögnunum sem eru færð inn í eyðublaðið til að hafa samband á grundvelli samþykkis þíns (6 gr. 1.mgr. liður a í GDPR) Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er. Óformleg tilkynning í gegnum tölvupóst nægir til að draga samþykki til baka. Lögmæti gagnaúrvinnslu sem fór fram áður en samþykkið var dregið til baka verður ekki fyrir áhrifum.

Gögn sem eru send í gegnum eyðublaðið til að hafa samband verða geymd hjá okkur þar til þú biður um að þeim sé eytt, dregur samþykki þitt fyrir vistun þeirra til baka, eða þar til það er ekki lengur þörf á að vista gögnin. Lögbundin ákvæði - sér í lagi geymslutímabil - verða ekki fyrir áhrifum.

Fréttabréfsgögn

Við þurfum netfang frá þér til að senda fréttabréfið okkar. Nauðsynlegt er að staðfesta netfangið sem gefið er upp og veita samþykki fyrir móttöku fréttabréfsins. Viðbótargögnum er ekki safnað eða þau eru valkvæð. Gögnin verða eingöngu notuð til að senda fréttabréfið.

Unnið verður úr gögnunum sem eru gefin upp fyrir móttöku fréttabréfsins á grundvelli samþykkis þíns (6 gr. 1 mgr. liður a í GDPR). Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er. Óformleg tilkynning í gegnum tölvupóst nægir til að draga samþykki til baka eða þú afskráir þig með „Unsubscribe“ (hætta áskrift) tenglinum sem er í fréttabréfinu. Lögmæti gagnaúrvinnslu sem hefur þegar farið fram verður ekki fyrir áhrifum.

Ef þú hættir áskrift verður gögnunum sem slegin voru inn fyrir skráningu eytt.  Ef þessi gögn hafa verið send til okkar í öðrum tilgangi og annars staðar frá, verða þau áfram vistuð hjá okkur.

CleverReach

Við notum CleverReach til að senda fréttabréf.  Veitandinn er CleverReach GmbH & Co. KG, Mühlenstr. 43, 26180 Rastede. Með þessari þjónustu getum við skipulagt sendingu fréttabréfa og greint hana. Gögnin sem þú slóst inn til að fá fréttabréfið sent til þín, svo sem netfangið þitt, eru vistuð á þjónum CleverReach. Þjónarnir eru staðsettir í Þýskalandi.

Sending fréttabréfa með CleverReach gerir okkur kleift að greina hegðun viðtakanda. Greiningin sýnir, meðal annars, hversu margir viðtakendur opnuðu fréttabréfið og hversu oft var smellt á tengla í fréttabréfinu. CleverReach notar viðskiptarakningu til að greina hvort fyrirfram skilgreind aðgerð, svo sem vörukaup, hafi átt sér stað eftir að smellt var á tengil. Til að fá nánari upplýsingar um gagnagreiningu hjá CleverReach, sjá: https://www.cleverreach.com/de/funktionen/reporting-und-tracking/.

Gagnaúrvinnsla byggist á samþykki þínu (6. gr. 1.mgr. liður a í GDPR) Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er. Óformleg tilkynning í gegnum tölvupóst nægir til að draga samþykki til baka eða þú afskráir þig með „Unsubscribe“ (úrskráning) tenglinum sem er í fréttabréfinu. Lögmæti gagnaúrvinnslu sem hefur þegar farið fram verður ekki fyrir áhrifum.

Ef þú vilt ekki að CleverReach greini gögnin þín verður þú að hætta áskrift að fréttabréfinu. Sendu okkur einfaldlega tölvupóst til að hætta áskrift eða notaðu „unsubscribe (hætta áskrift) tengilinn í fréttabréfinu.

Ef þú afskráir þig verður gögnunum sem slegin voru inn fyrir skráningu eytt úr þjónunum okkar og þjónum CleverReach. Ef þessi gögn hafa verið send til okkar í öðrum tilgangi og annars staðar frá, verða þau áfram vistuð hjá okkur.

Farðu á: https://www.cleverreach.com/de/datenschutz/, til að fá nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu CleverReach.

Pöntunarvinnsla

Til að fara að fullu eftir lagaákvæðunum um gagnavernd höfum við gengist undir pöntunarvinnslusamning við CleverReach.

YouTube

Vefsíðan okkar notar YouTube viðbætur til að samþætta og sýna myndbönd. Veitandi myndbandsþjónustunnar er YouTube, LLC, 901 Cherry Ave., San Bruno, CA 94066, Bandaríkin.

Þegar þú ferð á vefsíðu með YouTube viðbót, tengist þú þjónum YouTube. Þetta segir YouTube hverjar af síðunum okkar þú hefur heimsótt.

YouTube getur tengt vefhegðun þína beint við persónulegan prófíl þinn ef þú ert innskráð/ur á YouTube reikninginn þinn. Þú getur komið í veg fyrir þetta með því að skrá þig út fyrst.

YouTube er notað til að kynna nettilboð okkar á aðlaðandi hátt. Þetta uppfyllir skilyrði um lögmæta hagsmuni samkvæmt skilgreiningu í 6.gr. 1.mgr. lið f í GDPR.

Þú getur nálgast upplýsingar um meðhöndlun notendagagna í persónuverndarstefnu YouTube á: https://www.google.de/intl/de/policies/privacy.

Vefkökur

Vefsíður okkar nota vefkökur. Þær eru litlar textaskrár sem vefvafrinn þinn geymir í tækinu þínu. Vefkökur hjálpa okkur að gera vefsíðurnar okkar notandavænni, skilvirkari og öruggari.

Sumar vefkökur eru „lotukökur.“ Þannig kökum er eytt sjálfkrafa þegar þú  lokar vafranum þínum. Hins vegar eru aðrar vefkökur áfram í tækinu þínu þar til þú eyðir þeim sjálf/ur. Þær kökur hjálpa okkur að þekkja þig þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar aftur.

Þú getur fylgst með, takmarkað eða komið í veg fyrir vefkökustillingar með vefvafranum þínum. Hægt er að stilla marga vefvafra þannig að kökum sé eytt sjálfkrafa þegar vafranum er lokað. Ef þú slekkur á vefkökum getur það takmarkað virkni á vefsíðunni okkar.

Stillingar á vefkökum sem eru nauðsynlegar fyrir rafræn samskiptaferli eða til að veita ákveðna virkni sem þú sækist eftir (t.d. karfa) byggjast á 6.gr. 1.mgr. lið f í GDPR. Sem stjórnandi þessarar vefsíðu, eigum við lögmætra hagsmuna að gæta með því að vista kökur til að geta veitt villufría og snurðulausa þjónustu. Ef aðrar vefkökur eru stilltar (t.d. fyrir greiningu), eru þær meðhöndlaðar sérstaklega í þessari gagnaverndaryfirlýsingu.

Google Analytics

Vefsíðan okkar notar vefgreiningarþjónustuna Google Analytics. Veitandi vefgreiningarþjónustunnar er Google Inc., 1600 Amphitheater Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkin.

Google Analytics notar „kökur“. Þær eru litlar textaskrár sem vefvafrinn þinn sparar í tækinu þínu og gera kleift að greina vefsíðunotkun. Upplýsingar sem kökur búa til um notkun þína á vefsíðu okkar eru sendar til Google þjóns og vistaðar þar. Staðsetning þjónsins er yfirleitt í Bandaríkjunum.

Google Analytics kökur stilltar samkvæmt 6.gr. 1.mgr. lið f í GDPR. Sem stjórnandi þessarar vefsíðu eigum við lögmætra hagsmuna að gæta með því að greina notandahegðun til að fínstilla vefsíðu okkar og mögulega einnig auglýsingar.

Nafnleynd IP-tölu

Við notum Google Analytics með nafnleynd IP-tölu. Það tryggir að Google stytti IP-töluna þína innan meðlimaríkja Evrópusambandsins eða öðrum aðildarríkjum að samningnum innan evrópska efnahagssvæðisins áður en hún er send til Bandaríkjanna. Í undantekningartilfellum er mögulegt að Google sendi alla IP-töluna til þjóns í Bandaríkjunum og stytti hana þar. Google mun nota þessar upplýsingar fyrir okkar hönd til að meta notkun þína á vefsíðunni, til að búa til skýrslur um vefsíðuvirkni og til að veita okkur aðra þjónustu sem tengist vefsíðuvirkni og netnotkun. IP-talan sem Google Analytics sendir er ekki sett saman við önnur Google gögn.

Vafraviðbætur

Hægt er að koma í veg fyrir stillingar á kökum í vefvafranum þínum. Hins vegar gæti það takmarkað ákveðnar aðgerðir á vefsíðunni okkar. Þú getur einnig komið í veg fyrir gagnasöfnun um vefsíðunotkun þína með IP-tölu þinni og úrvinnslu hjá Google. Þú getur gert þetta með því að sækja eftirfarandi vafraviðbót og setja hana upp, með því að fara á eftirfarandi tengil: https://tools.google.com/dlpage/gaoptout?hl=de.

Andmæli gegn gagnasöfnun

Þú getur komið í veg fyrir að Google Analytics safni gögnunum þínum með því að smella á eftirfarandi tengil. Úrskráningarkaka er stillt, sem kemur í veg fyrir gagnasöfnun í næstu skipti sem þú ferð á vefsíðuna okkar: Slökkva á Google Analytics.

Þú getur fengið upplýsingar um meðhöndlun Google Analytics á notandagögnums í gagnaverndaryfirlýsingu Google: https://support.google.com/analytics/answer/6004245?hl=de.

Gagnaverndarfulltrúi

Við höfum skipað gagnaverndarfulltrúa.

Thomas Hornfeck
Lörracherstrasse 50
CH-4125 Riehen

Netfang: THornfeck@holle.ch

Heimild: Gagnaverndarstillir frámein-datenschutzbeauftragter.de