Algengar spurningar

Hvað er í boði hjá Holle handa barninu alveg frá upphafi?

Móðurmjólk er barninu fyrir bestu. Við mælum með því að þú snúir þér til fagfólks (læknis, ljósmóður, næringarráðgjafa) varðandi kosti brjóstagjafar. Ef þú ert ekki, eða ekki lengur, með barn á brjósti mælum við með Holle þurrmjólk 1. Holle þurrmjólk 1 má hins vegar bæta við fyrsta pela sem aukagjöf með móðurmjólkinni eða, ef brjóstagjöf verður ekki við komið, gefa sem fullgilda næringu í stað móðurmjólkur.


„Þegar vanið er af brjósti getur Holle þurrmjólk 1 smám saman komið í stað móðurmjólkurmáltíðar.

Holle þurrmjólk 1 frá fyrsta pela er:

gerð með móðurmjólkina sem fyrirmynd
bragðgóð og auðmelt
seðjandi
án viðbætts sykurs (inniheldur frá náttúrunnar hendi sykur, laktósa í mjólkinni)
glútenfrí frá náttúrunnar hendi

Holle þurrmjólk 1 notuð:

frá fæðingu
sem eina fæðan fyrstu mánuðina
allt fyrsta æviárið
sem viðbót við móðurmjólkina
Holle þurrmjólk 1 hefur að geyma öll nauðsynleg næringarefni sem ungbarn þarfnast frá byrjun.
Holle þurrmjólk 1 er að meira en 99% unnin úr vottuðum, lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum. Minna en 0,5% eru innihaldsefni sem eru viðbætt vítamín og steinefni sem ungbarnið þarfnast en sem eru ekki í nægilega miklu magni í hráefnunum eins og þau koma fyrir í náttúrunni. Við ábyrgjumst að þau hráefni koma ekki úr erfðabreyttri ræktun.

Matseldin er einföld og fljótleg:

Holle þurrmjólk 1 er aðeins hrist saman við soðið vatn sem kælt er niður í 50°C og er drykkjarhæf þegar hún hefur kólnað niður í 37°C.


„Gætið endilega að magntölunum sem sýndar eru í máltíðatöflunni sem og öllum mikilvægum ábendingum á umbúðunum.“

Holle þurrmjólk 1 fæst í stórmörkuðum, hollustuvöruverslunum og apótekum samkvæmt beiðni hverju sinni.


Má bæta hrísgrjónaflögunum lífrænn barnagrautur Reisflocken samanvið þurrmjólk 1?

þurrmjólk 1 er fullkomin næring og í hana ætti ekki að bæta neinum frekari innihaldsefnum. Ef meiri orku er þörf, sem ekki er hægt að fullnægja með móðurmjólkinni eða þurrmjólk 1 einni saman, þá má líka nota þurrmjólk 1 til að matbúa korn-mjólkurgraut með hrísgrjónaflögum.

Ef barnið er hins vegar ekki fært um að borða með skeið, þrátt fyrir aukna orkuþörf, má líka útbúa mjólkurpela með hrísgrjónaflögum. Með því að drekka orkuríkari pelaskammt eiga þessi börn líka möguleika á að fullnægja orkuþörf sinni.

Ekki ætti að bæta hrísgrjónaflögum eða öðrum lífrænum barnagraut við ungbarnamjólkina lífrænum barnagraut áður en barnið er komið á viðbótarfæðualdur, þ.e.a.s. ekki fyrir fimmta mánuð. Ef þú átt erfitt með að seðja barnið nægilega á þessum aldri er rétt að ráðfæra sig við barnalækninn, mjólkurgjafarráðgjafa, ljósmóður eða foreldraráðgjöf.

Eftir sjötta mánuð má matbúa hrísgrjónaflögurnar lífrænir barnagrautar hrísgrjónaflögur ásamt framhaldsmjólkinni lífræn framhaldsmjólk handa brjóstabörnum 2. Slíka uppskrift er að finna á öllum umbúðum undan Holle-lífrænum barnagrautum.


Ég hef of litla mjólk, hvað get ég gefið í viðbót?

Raunverulegt mjólkurmagn

Fyrst þarf að ganga úr skugga um hvort ungabarnið fái í raun og veru of litla mjólk. Til þess þarf að mæla drykkjarmagnið allan daginn, ekki bara eina máltíð. Þá er barnið vigtað fyrir og eftir drykkjarmáltíð. Mismunurinn er raunverulegt drykkjarmagn. Ráðfærðu þig við ljósmóður eða lækni um niðurstöðurnar.

Auka eigin mjólkurmyndun

Næst mætti hugsanlega reyna að auka eigin mjólkurmyndun með því að móðirin drekki teið Holle lífrænt-brjóstagjafarte eða teblöndur (kúmen, fennika, anís og brenninetlur), beri á brjóstin mjólkurörvandi olíur og leggi barnið oft á brjóstið.

Endurskoða næringarvenjur

Annað skref væri að endurskoða eigin næringarvenjur. Á meðan barnið er á brjósti ætti helst að neyta fæðu sem auðveldar mjólkurmyndun en hins vegar þarf að forðast fæðutegundir sem draga úr mjólkurmyndun.

Fæðutegundir sem ætti að forðast:

kaffi, svart te, kakó, áfengi, mjög kolsýruríka drykki
sítrusávexti, súr ber
allt súrmeti svo sem súra safa, sýrðar niðursuðuvörur, edik
káltegundir (nema blómkál, spergilkál)
rúg
matvæli sem orðið hafa fyrir mikilli geislavirkni svo sem villibráð, skógarber, innmat, sveppi

Matvæli sem örva mjólkurmyndun:

jurtate (kúmen, fennika, anís), mjólkurörvandi te, vatn með litlu eða engu gosi, þyrniplómusafi
mjólk og mjólkurvörur svo sem súrmjólk, þykktar mjólkurvöru og jógúrt, þeyttur rjómi
möndlumauk, möndlumjólk, möndlur
hafra- og byggslím sem súpa, grautur eða múslí
hráfæði (ekkert sem veldur þembu), gulrótasafi
náttúrulega sætuefni svo sem þykktur eplasafi, hunang, sykurrófusíróp, maltkjarni, þurrkaðir ávextir


„Aukagjöf með byrjunarmjólkinni Holle þurrmjólk 1“

Að teknu tilliti til alls þessa og ef aukagjöf er samt nauðsynleg má nota Holle þurrmjólk 1. Bragðið er mjög milt þannig að barnið þitt venst ekki á ýkt sykurmagn.
Holle þurrmjólk 1 alveg frá fæðingu inniheldur auk kolvetnisins laktósa annað kolvetni, maltódextrín. Maltódextrín er flókið kolvetni (unnið úr maíssterkju) sem veldur mettunartilfinningu í lengri tíma.


Hvenær gef ég fyrsta grautinn?

Frá og með fjórða til sjötta mánuði nægir móðurmjólkin eða pelagjöf ein og sér ekki til að fullnægja næringarefnaþörf ungbarnsins. Þess vegna ætti að huga vandlega að því að hefja aukagjöf (= viðbótargjöf) frá og með þessu skeiði.
Hér er að finna frekari upplýsingar um tímabil viðbótarfæðu sem og um ráðlagða næringu á mismunandi aldursskeiðum:
Tímabil viðbótarfæðu
Tímabil viðbótarfæðu eftir aldursskeiðum

top

 


Hvers vegna þarf að þynna mjólkina?

Kúamjólk og móðurmjólk eru mjög ólíkar hvað varðar eggjahvítu- og steinefnainnihald og einnig hvað varða kolvetnisinnihald. Í kúamjólk er meira af eggjahvítu- og steinefnum en í móðurmjólk. Ungbarnið þarf að losa sig við umframmagnið með þvagi um nýrun. En vegna þess að nýrnastarfsemi ungbarnsins þroskast hægt þarf að forðast að valda of miklu álagi á

nýrun.

Það er því nauðsynlegt að laga kúamjólkina að lífeðlisfræðilegum aðstæðum ungbarnsins með því að þynna hana með vatni í hlutfallinu 1:1 fyrstu sex mánuðina.

Enn önnur ástæða fyrir því að þynna mjólkina er sú að venja barnið hægt og rólega við eggjahvítuefni kúamjólkurinnar sem er framandi.

Eftir hálft ár eru nýru barnsins það þroskuð að nú er hægt að gefa viðbótarfæðu og ekki er lengur þörf á að þynna mjólkina.

Ef barninu er hætt við að fá ofnæmi biðjum við þig um að ráðfæra þig við sérfræðilækni þannig að hægt sé að setja upp fyrir barnið næringaráætlun sem tekur mið af ofnæmishættunni. Eftir það skal eingöngu gefa pela- eða spónamat með nýmjólkur-máltíðum í samræmi við næringarráðgjöf sérfræðilæknis.


Er hægt að matbúa lífrænt-brjóstagjafarte með vatni einu saman í stað mjólkur?

Að höfðu samráði við barnalækni á ekki að gefa barni mínu kúamjólk á fyrsta aldursári.
Við höfum tekið saman undir fyrirsögninni „Næring með skertum ofnæmisvökum“ ítarlegar upplýsingar um barnanæringu þegar um ofnæmi vegna eggjahvítuefna í kúamjólk er að ræða.


Vörur ykkar eru allar unnar úr heilkornum. Er litli ungbarnamaginn yfir höfuð fært um að melta heilkorn?

Holle hefur í rúm 60 ár notað Demeter-heilkorn við framleiðslu ungbarnanæringar. Heilkornaafurðir eru mikilvæg undirstaða næringar, í þeim er fjöldi nauðsynlegra næringar- og innihaldsefna svo sem eggjahvítuefni, kolvetni, trefjar, límkvoðuefni, vítamín, steinefni og snefilefni – hrein sterkja myndi hins vegar eingöngu færa barninu kolvetni.
En vegna þess að starfsemi nýrna og melting eru ekki fullmótuð við fæðingu barnsins geta börn ekki melt hrátt, malað korn nema að vissu marki. Hér kemur Holle-mölunartæknin til hjálpar. Með henni er flókinni kornsterkjunni breytt að hluta til í sykrur, með raka og hitameðferð. Þannig getur melting barnsins nýtt sér kornið.
Þannig sameina grautarnir Holle-Bio-Babybrei úr heilkorni fullt næringargildi, auðmelta og þægilega fæðu handa barninu og litla fyrirhöfn fyrir móðurina.


„Nú er fjórða kynslóðin sem neytir Holle ungbarnamatar að vaxa úr grasi.“

The mjólk flaska spenann blokkir meðan pela máltíðir með lífrænum barnamat aukefni. Hvaða Teat ætti að nota?

Því miður, það er engin samsvörun Pacifier ritgerðir flösku fóðurs með heilkorn. Iðnaðurinn veit aðeins Breisauger eða mjólk sogskál sem hægt er að nota annaðhvort fyrir hlandfor eða eingöngu með þunnt formúlur ungbarna mjólk. Í reynd, er því ráðlagt að auka gat í mjólk spenanum með beittum skærum eftir langa skera. Endurtekin próf þú svo að finna spenann sem er hentugur fyrir brjósti. Fyrir nýburum sem geta gleypt stærri magn, er það ráðlegt að nota korn spenann.


„Er hægt að forsjóða mjólkurpela næturinnar strax um kvöldið?“

Almennt mælum við með því að ungbarnamjólkurnæringin sé útbúin fersk. Það er öruggasta aðferðin með tilliti til sóttkveikjumengunar.
En ef þú vilt samt útbúa pela fyrirfram ættirðu að kæla hann niður strax og geyma hann í kæli (<10°) í 24 klst. hið mesta. Það er í lagi að hita hann upp einu sinni.


Hvers vegna er svona mikilvægt að bæta jurtaolíu í barnagrauta?

Mjólkurlausar grautarmáltíðir svo sem grænmetis-kartöflu-kjöt-máltíð eða ávaxta-kornmáltíð eru nánast fitulausar. Til að auðvelda upptöku fituleysanlegra vítamína ætti að bæta jurtaolíu út í. Viðbætt olía bætir auk þess lífsnauðsynlegum fitusýrum í pela- eða grautarmáltíðir og tryggir þannig góða orkugjöf. Við mælum einkum með olíuríku viðbótarfæðunni Holle Bio Baby-Beikost-Öl, í stað hennar má líka nota repju- eða sólblómaolíu.


Ráðlögð uppskrift í u.þ.b. 200 g af graut:
Grænmetis-kjöt-máltíð: 2 tsk
Ávaxta-/ávaxta-korn-máltíð: 1 tsk


Til hvers er bætt C-vítamínríkum safa í barnagraut?

Í grænmetisgrauta sem og korn-mjólkurgrauta mælum við með því að bætt sé C-vítamínríkum ávaxtasafa eða -mauki. Það eykur vítamíninnihaldi næringarinnar á náttúrulegan hátt og auðvelda upptöku járns. Við mælum með því að bæta samanvið: t.d. tveimur matskeiðum af appelsínusafa, rifsberjasafa, fjórum til fimm maukuðum sólberjum eða einfaldlega nýrifnum fjórðungi af epli.


Er nauðsynlegt að drekka til viðbótar við brjóstagjöfina?

Börn sem fá næga móðurmjólk fá þar með nægilegan vökva. Og með því að útbúa pelamáltíðir fær barnið líka nægan vökva. Við sérstakar aðstæður eins og hita eða niðurgang þarf hins vegar að vega upp aukið vökvatap. Ef barnið er samt þyrst skaltu gefa því meira að drekka. Þá henta vel barnate eins og Holle Bio-Kinder-Tee eða ósætt fennikute, vatn án kolsýru eða soðið kranavatn þar sem vatnið er nógu gott.


Hvað þarf að hafa í huga varðandi fyrstu tennurnar?

Heilbrigðar fyrstu tennur eru grunnurinn að þeim tönnum sem síðar koma og eru til frambúðar. Þar af leiðandi ættu foreldrar að huga að vandlegri tannhirðu barna strax í upphafi. Um leið og fyrsta litla tönnin birtist geta foreldrar byrjað að fjarlægja tannskán. Í byrjun nægir að þrífa tennurnar með rökum bómullarpinna. Til viðbótar við rétta umhirðu skiptir næringin líka afgerandi máli. Súrir ávaxtasafar herja á tannglerunginn og þar með litlu tennurnar og því ætti að forðast þá. Látið barnið aldrei sjúga pelann í lengri tíma sér til gamans, slíkt skemmir fyrstu tennurnar alveg sérstaklega.


„Hugið strax á viðbótarfæðualdri að fjölbreyttu, ósættu mataræði. Það flýtir fyrir tannskemmdum hjá smábörnum að venja börn snemma á fábreytta, sæta fæðu.