Brjóstagjöf

Náttúrulega það besta: Móðurmjólk

Brjóstamjólk er það besta fyrir ungbarnið, því hún inniheldur öll næringarefni og vítamín sem barnið þarf á að halda. Þessi efni eru nauðsynleg fyrir vöxt og þroska barnsins. Efnin í brjóstamjólkinni eru sérlega mikilvæg fyrir ónæmiskerfið og byggja það upp. Að auki veitir hið nána samband móður og barns öryggistilfinningu og innra jafnvægi fyrir barnið.

Þess vegna mælir Holle með brjóstagjöf fyrstu sex mánuðina og síðan áframhaldandi brjóstagjöf í bland við vandlega samsetta viðbótarfæðu sem hæfir aldri barnsins.

Vel úr garði gerð frá náttúrunnar hendi

Holle-mjólkurnæring var þróuð með móðurmjólkina sem fyrirmynd. Þannig stendur þér til boða, ef þú ert ekki, eða ekki lengur, með barn á brjósti, góða valkosti þegar kemur að því að velja næringu fyrir barnið þitt. Byrjunarmjólkin Þurrmjólk 1 er löguð að sérstökum þörfum brjóstmylkinga og inniheldur öll nauðsynleg næringarefni sem barnið þitt þarf á að halda fyrstu sex mánuði ævinnar. Mjólkin í mjólkurnæringunni kemur úr kúm frá bændabýlum þar sem stundaður er lífrænn-mannfræðilegur búskapur. Vandaðar greiningar og gæði Demeter-mjólkur eru traustur grunnur hollrar og bragðgóðrar pelanæringar.
Þurrmjólk 1 má gefa frá fæðingu sem einu pelanæringuna, sem viðbót við brjóstagjöf eða í framhaldi af brjóstagjöf eða þar til frekari viðbótarfæða er gefin. Á meðan barnið er vanið af brjósti hentar Þurrmjólk 1 einstaklega vel sem viðbótarnæring.

Peli ásamt viðbótarfæðu

Hvenær vanið er af brjósti eða skipt er frá Þurrmjólk 1 yfir á framhaldsmjólk ræðst mjög af persónubundnum þörfum barnsins.
Svo lengi sem barnið þitt er satt og ánægt geturðu haldið þig við sömu mjólk og hingaðtil. Eftir sjötta mánuð og þegar gjöf viðbótarfæðu er hafin er hægt að skipta vandræðalaust yfir á framhaldsmjólkina Þurrmjólk 2. Framhaldsmjólk er hluti af fjölbreyttri næringu með pela- og grautarmáltíðum og ætti ekki að gefa sem einu pelanæringuna.
Þurrmjólk 3 hentar frá tíunda mánuði til að mæta vaxandi næringarefnaþörf eldir ungbarna. Jafnvel samhliða heimilismat er ráðlegt að gefa áfram frá tólfta mánuði sérstaklega þróaða Bio-Kindermilch 4; þannig geturðu verið viss um að barnið þitt fái allt það magn eggjahvítuefna og næringarefna sem það þarfnast.