Tímabil viðbótarfæðu

Æskilegast er að skipti yfir í viðbótarfæðu haldist í hendur við það að hætta smám saman brjóstagjöf, vanalega í kringum sjötta mánuð ævinnar. En vegna þess að engin tvö börn eru eins er ekkert til sem heitir

„besti tíminn“ til að byrja á viðbótarfæðu. Mörg ungabörn hafa strax á fimmta mánuði mikla löngun til að borða, önnur ekki fyrr en á sjöunda eða áttunda mánuði. Mikilvægt er að mæður gæti að eigin þörfum og að þörfum barnsins.


Sérhvert barn er einstakt og veit sjálft nákvæmlega hvenær og hvað það vill borða. Gætið að vísbendingum og viðbrögðum barnsins í tengslum við næringuna – þannig má finna réttu leiðina að mataráætlun sem þér hentar.

Byrjað á viðbótarfæðu

Fyrsti grauturinn er stórt skref fyrir litla ungbarnið þitt. Það er eitthvað alveg nýtt að borða, því fylgja ný brögð og líka ný viðbrögð líkamans við breyttri fæðu.
Gefðu því sjálfri þér og barninu þínu tíma og bætið nýju máltíðinni við í áföngum. Í byrjun eru fáar skeiðar alveg nóg. Venjulega þarf ungabarn eina viku til að venjast nýrri fæðutegund. Þegar svolítill tími er liðinn frá því að nýrri fæðutegund var bætt við má betur fylgjast með hugsanlegu óþoli og ofnæmi, og hvaða áhrif ný matartegund hefur á meltingu og hægðir barnsins. Þannig geturðu brugðist skjótt við og hugsanlega notað annan mat.
Grautarnir koma smátt og smátt í stað brjóstagjafa eða pelamáltíða. Best er að gefa barninu fyrstu skeiðarnar af grænmetisgraut um hádegisbilið fyrir brjóstagjöf. Aukið síðan magnið hægt og rólega þar til grænmetisgrauturinn kemur að öllu leyti í stað brjóstagjafarinnar. Við mælum síðan með því að láta mjólkurgrautar- eða ávaxtagrautarmáltíðir koma í stað kvöld- og síðdegisbrjóstagjafar með mánaðar millibili.

Byrjað á viðbótarfæðu

Fyrsti grauturinn er stórt skref fyrir litla ungbarnið þitt. Það er eitthvað alveg nýtt að borða, því fylgja ný brögð og líka ný viðbrögð líkamans við breyttri fæðu.

Gefðu því sjálfri þér og barninu þínu tíma og bætið nýju máltíðinni við í áföngum. Í byrjun eru fáar skeiðar alveg nóg. Venjulega þarf ungabarn eina viku til að venjast nýrri fæðutegund. Þegar svolítill tími er liðinn frá því að nýrri fæðutegund var bætt við má betur fylgjast með hugsanlegu óþoli og ofnæmi, og hvaða áhrif ný matartegund hefur á meltingu og hægðir barnsins. Þannig geturðu brugðist skjótt við og hugsanlega notað annan mat.

Grautarnir koma smátt og smátt í stað brjóstagjafa eða pelamáltíða. Best er að gefa barninu fyrstu skeiðarnar af grænmetisgraut um hádegisbilið fyrir brjóstagjöf. Aukið síðan magnið hægt og rólega þar til grænmetisgrauturinn kemur að öllu leyti í stað brjóstagjafarinnar. Við mælum síðan með því að láta mjólkurgrautar- eða ávaxtagrautarmáltíðir koma í stað kvöld- og síðdegisbrjóstagjafar með mánaðar millibili.