Viðbótarfæða eftir aldursþrepum

Eftir fjórða mánuð*: Fyrsta máltíð viðbótarfæðu Grænmetisgrautur um hádegisbil

Fyrsta máltíðin sem er ekki fljótandi ætti að vera grænmetisgrautur. Þá er sérstaklega auðvelt að byrja á gulrótagraut: hann er mildur, auðmeltur og með sætum keim (í staðinn mætti nota nípu eða grasker). Byrjið á fáum skeiðum og aukið magnið smám saman. Ef barnið þitt þolir gulrótagrautinn vel geturðu bætt kartöflum við gulræturnar svo úr verði fyrsta máltíðin. Eftir það má bæta stöppuðu kjöti saman við grænmetis-kartöflugrautinn tvisvar til þrisvar í viku.

Eftir fjórða til fimmta mánuð*: önnur máltíð viðbótarfæðu: fyrsta fasta kvöldmáltíðin

Næst kemur mjólkur-korngrautur í stað brjóstagjafar eða pelamáltíðar síðdegis eða að kvöldi. Mjólkur-korngrautinn má útbúa úr grautunum Holle-Bio-lífrænir barnagrautar og ferskri nýmjólk og bæta við C-vítamínríkum ávaxtasafa.
Ef þú kýst að nota ekki ferska mjólk eru einnig í boði í mjólkurgrautinn mjólkurnæringin Holle-lífræn mjólkurnæring eða móðurmjólk.

Eftir fimmta til sjötta mánuð*: þriðja máltíð viðbótarfæðu: ávaxtagrautur síðdegis

Sem frekari grautarmáltíð kemur síðan mjólkurlausi ávaxtagrauturinn. Hann kemur í stað brjóstagjafar eða pelamáltíðar síðdegis og færir gjöf mjólkurgrautar yfir á kvöldið. Fyrst ætti að nota milda ávexti, t.d. epli, peru, banana. Til að útbúa þá má einfaldlega blanda nýstöppuðum ávöxtum (eða úr krukku) út í korngrauta Holle-lífræna korngrauta.

Frá áttunda mánuði*: fæða handa stálpuðum börnum

Um það bil frá áttunda mánuði er barnið þitt fært um að taka til sín fæðu í stærri bitum. Þá þarf ekki lengur að stappa grautarmáltíðirnar jafn fínt – í þeim geta vel verið litlir en mjúkir ávaxta- eða grænmetisbitar. Breytingin hvetur barnið til að tyggja.Frá tólfta mánuði*: heimilismatur

Frá tólfta mánuði og uppúr tekur síðan rólega við breytingin yfir í venjulegan heimilismat og fæðan verður sífellt fastari. Gætið þess að maturinn sé alltaf auðmeltur og lítið kryddaður. Áður en matur fjölskyldunnar er smakkaður til með sykri, salti eða öðru kryddi ættirðu fyrst að taka frá skammtinn handa litla barninu.

* Hver viðbótarmáltíð kemur í stað einnar brjóstagjafar eða pelamáltíðar. Ef þú varst með barnið á brjósti eins og ráðlagt er fram á sjötta mánuð færast áðurnefnd aldursskeið aftur. Tilgreindir mánuðir eiga við um fyrsta mögulega tímapunkt þegar viðbótarfæða er gefin. Allar tímasetningar færast til um einn til tvo mánuði eftir því hvernig þroska barnsins vindur fram. Þannig geta komið fram frávik frá yfirlitinu og það er alveg eðlilegt.